Minnst ár að kosningum í Taílandi 20. september 2006 21:07 Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans. Sólarhringur er liðinn frá því að taílenski herinn, undir stjórn Shonti Búnjaratglín, steypti Thaksin Shinawatra forsætisráðherra af stóli án þess að þurfa að hleypa af einu einasta skoti úr byssum sínum. Friðsamlegt var í höfuðborginni Bangkok framan af degi en undir kvöld réðust stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi að fólki sem fagnaði byltingunni og tuskaðist á við það. Ólgan í landinu er þrátt fyrir þetta furðu lítil, margir landsmenn virðast raunar gráta brotthvarf Thaksins þurrum tárum. Í morgun boðaði Shonti til blaðamannafundar þar sem hann reyndi að fullvissa þjóð sína að lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og auðið væri. Nýr forsætisráðherra takið við eftir hálfan mánuð og kosið verði eftir í fyrsta lagi eitt ár. Shonti sagði að helsta verkefni nýrrar bráðabirgðastjórnarinnar yrði að bæta stjórnarskránna og á grundvelli hennar yrði boðað til nýrra kosninga í landinu eftir ár hið minnsta. Shonti sagði að Thaksin væri velkomið að snúa aftur til Taílands en hann dvelur nú í Lundúnum. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu, svo og Evrópusambandið, hafa fordæmt valdaránið. Stjórnmálaskýrendur segja hins vegar að það geti orðið til eyða þeirri sundrungu sem öðru fremur hefur einkennt taílenskt stjórnmálalíf undanfarin misseri. Erlent Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans. Sólarhringur er liðinn frá því að taílenski herinn, undir stjórn Shonti Búnjaratglín, steypti Thaksin Shinawatra forsætisráðherra af stóli án þess að þurfa að hleypa af einu einasta skoti úr byssum sínum. Friðsamlegt var í höfuðborginni Bangkok framan af degi en undir kvöld réðust stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi að fólki sem fagnaði byltingunni og tuskaðist á við það. Ólgan í landinu er þrátt fyrir þetta furðu lítil, margir landsmenn virðast raunar gráta brotthvarf Thaksins þurrum tárum. Í morgun boðaði Shonti til blaðamannafundar þar sem hann reyndi að fullvissa þjóð sína að lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og auðið væri. Nýr forsætisráðherra takið við eftir hálfan mánuð og kosið verði eftir í fyrsta lagi eitt ár. Shonti sagði að helsta verkefni nýrrar bráðabirgðastjórnarinnar yrði að bæta stjórnarskránna og á grundvelli hennar yrði boðað til nýrra kosninga í landinu eftir ár hið minnsta. Shonti sagði að Thaksin væri velkomið að snúa aftur til Taílands en hann dvelur nú í Lundúnum. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu, svo og Evrópusambandið, hafa fordæmt valdaránið. Stjórnmálaskýrendur segja hins vegar að það geti orðið til eyða þeirri sundrungu sem öðru fremur hefur einkennt taílenskt stjórnmálalíf undanfarin misseri.
Erlent Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira