Frambjóðandi í sjöunda sæti á framboðslista Folkpartiet fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Svíþjóð um helgina, fæddist drengur en hefur farið í leiðréttingaraðgerð á kyni.
Svo óvenjulega vill til að frambjóðandinn, sem heitir Annika Stacke, er prestur í Lammhult í Svíþjóð. Annika er ein af fáum frambjóðendum í heiminum sem hafa farið í leiðréttingu á kyni jafnframt því að starfa sem prestur.
Annika býr í biblíubeltinu miðju, en svo kallast svæðið þar sem kristin trú er einna sterkust í Svíþjóð. Á þessu svæði er mikil andstaða gegn kvenkyns prestum. Stacke segist samt sem áður finna fyrir mikilli velvild.