Sameinuðu þjóðirnar hafa skýrt frá því að hinn Suður-afríski fyrrum erkibiskup Desmond Tutu muni stjórna leiðangri til þess að komast að því hvað gerðist í Beit Hanoun þegar 19 óbreyttir borgarar létu lífið í loftskeytaárás Ísraelshers, sem þeir kölluðu síðar "tæknileg mistök".
Tutu mun síðan skila skýrslu um málið til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í miðjum desember en nefndin hefur þegar fordæmt árásina og gróf og skipulögð mannréttindabrot Ísraela á Palestínumönnum.
Desmond Tutu fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1984 fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku. Hann var þá erkibiskup í Höfðaborg í suður-Afríku. Hann kom meðal annars að stofnun pólitískra samtaka og leiddi friðsamar mótmælagöngur gegn þáverandi einræðisstjórn Þjóðarflokksins.