Erlent

Íran leitar fanga í Austur-Kongó

Þýskar hersveitir hafa séð um framkvæmd og vörslu við kosningarnar í Austur-Kongó og segja þær að ástandið í landinu sé óstöðugt.
Þýskar hersveitir hafa séð um framkvæmd og vörslu við kosningarnar í Austur-Kongó og segja þær að ástandið í landinu sé óstöðugt. MYND/AP

Nokkur lönd og þar á meðal Íran eru grunuð um að hafa reynt að nýta sér ástandið í Austur-Kongó til þess að næla sér ólöglega í úranínum. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar landið var enn belgísk nýlenda sá Austur-Kongó Bandaríkjamönnum fyrir úrani í þær kjarnorkusprengjur sem síðar voru notaðar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Evrópskir erindrekar í landinu segja nú frá því að margt sé gruggugt í þessum málum í Austur-Kongó og að grunur leiki á að erlend ríki, til að mynda Íran, séu að reyna að verða sér úti um úran í gegnum milliliði í Austur-Kongó.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ætlar sér að senda eftirlitssveit til Austur-Kongó til þess að athuga ástandið á kjarnakljúf þess sem og úraníumnámum þeirra en það er vægast sagt slæmt. Námunum var lokað árið 1960 þegar landið fékk sjálfstæði en fólk heldur engu síður áfram að grafa í kringum þær í gróðavon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×