Vilja eyða óvissu hjá erlendum konum 26. ágúst 2006 19:13 Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira