Vilja eyða óvissu hjá erlendum konum 26. ágúst 2006 19:13 Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira