Harka og ósveigjanleiki 8. september 2005 00:01 "Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
"Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira