Lundúnalögreglan biðst afsökunar 24. júlí 2005 00:01 Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira
Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Sjá meira