Innlent

Krónan styrkist aftur vegna skuldabréfaútgáfu

Krónan styrktist á ný í gær, eftir að hafa lækkað nokkra daga í röð. Ástæðan er sú að þýski ríkisbankinn gaf út skuldabréf í íslenskum krónum upp á þrjá milljarða króna , en hlé hefur verið á slíkri útgáfu frá upphafi mánaðarins. Þessi útgáfa, sem hófst fyrir nokkrum vikum, er komin upp í 114 milljarða króna. Hækkunin á krónunni í gær nam 0,5 prósentum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×