Innlent

Krónan styrkist aftur vegna skuldabréfaútgáfu

Krónan styrktist á ný í gær, eftir að hafa lækkað nokkra daga í röð. Ástæðan er sú að þýski ríkisbankinn gaf út skuldabréf í íslenskum krónum upp á þrjá milljarða króna , en hlé hefur verið á slíkri útgáfu frá upphafi mánaðarins. Þessi útgáfa, sem hófst fyrir nokkrum vikum, er komin upp í 114 milljarða króna. Hækkunin á krónunni í gær nam 0,5 prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×