Mikilvægt að verja fólk og dýr 25. maí 2005 00:01 Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira