Vilja endurskoða takmarkanir 12. apríl 2005 00:01 "Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
"Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira