Vilja endurskoða takmarkanir 12. apríl 2005 00:01 "Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
"Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira