Brýtur blað í sögunni 13. október 2005 19:01 Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira