Friðrik Páll aftur fréttastjórinn 2. apríl 2005 00:01 Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Ekki er ljóst hvernig staðið verður að ráðningu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki við starfi fréttastjóra hennar. Friðrik Páll Jónsson sem gegndi stöðu fréttastjóra þar til Auðun gekk í hús sest aftur við stjórnvölinn. "Bogi [Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs] hringdi í mig og bað mig að verða aftur starfandi fréttastjóri," segir Friðrik. Hann gegnir starfinu þar til mál skýrast. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í viðtali við Stöð 2 að næstu skref yrðu tekin fyrir á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur sagt framhaldið vera í höndum Markúsar. Undir það tekur Pétur Gunnarsson framsóknarmaður og staðgengill Páls Magnússonar í útvarpsráði. "Útvarpsstjóri er skipaður af menntamálaráðherra og starfar í umboði hans en hvorki útvarpsráðs né starfsmanna stofnunarinnar," segir Pétur. Ingvar Sverrisson sem situr fyrir Samfylkinguna í útvarpsráði segir erfitt að átta sig á stöðunni innan fréttastofunnar þar sem hún breytist ört. Útvarpsstjóri verði að íhuga stöðu sína vel og útvarpsráð ætlar að fjalla um málið í heild á þriðjudag. "Ástandið á fréttastofunni er háalvarlegt og afskaplega erfitt tilfinningalega fyrir mjög marga, þar með talinn Auðun Georg, hina umsækjendurna og aðra starfsmenn á fréttastofunni. Ég tel að í ljósi þessa alls og vantrauststillagna á útvarpsstjóra verði menn að hugsa sinn gang. Það á ekki síst við um Markús Örn og útvarpsráð sjálft." Friðrik segir að verði staða fréttastjóra Útvarps auglýst aftur geri hann fremur ráð fyrir að sækja aftur um: "En það er augljóst að það er afskaplega leiðinleg staða að skila inn umsókn þegar allt er óbreytt hjá þeim sem eiga að fjalla um umsóknina." Ekki náðist í útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira