Alþingi hvatt til að taka í tauma 1. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira