Innlent

Útvegaði fulltrúanum skírteini

Yfirmenn japanska fjölmiðlafyrirtækisins Mainichi hafa leyst ritstjóra ensku vefsíðu fyrirtækisins frá störfum tímabundið eftir að hann varð uppvís að því að hafa útvegað fulltrúa Bobbys Fischers fréttamannaskírteini til þess að komast á fölskum forsendum inn á öryggissvæði á Narita-flugvelli þegar Fischer var á leið til Íslands. Ritstjórinn segist hafa gert þetta í von um að að fulltrúi Fischers gaukaði að honum einhverri frétt af málinu í staðinn, en gerði það hins vegar í heimildarleysi, að því er fram kemur á vefsíðu Japan Today.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×