Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir 22. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira