Samráðið um svarta gullið 18. mars 2005 00:01 Olíuverð á Íslandi hefur verið með hæsta móti undanfarin ár og því hafa bifreiðaeigendur og aðrir eldsneytisneytendur kvartað sáran. Reiði neytenda magnaðist um allan helming þegar upp komst um ólöglegt verðsamráð íslensku olíufélaganna enda var samráðið bæði umfangsmikið og langvarandi og kostaði almenning stórfé að mati samkeppnisráðs. Í raun hefði þessi samvinna ekki átt að koma neinum á óvart því að olíuframleiðsla heimsins er byggð á grímulausu samráði stærstu olíuríkjanna og er markmiðið aðeins eitt, að græða sem mestan pening.Umhyggja fyrir neytendum? Í vikunni funduðu olíumálaráðherrar aðildarríkja Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, í Isfahan í Íran. Á fundi sínum ákváðu þau að auka framleiðslu sína um 500.000 föt á dag, upp í 27,5 milljónir fata á dag, með það fyrir augum að lækka olíuverð í heiminum. Ef nauðsyn krefur verður framleiðslan aukin um önnur 500.000 föt síðar á árinu. Ákvörðunin vakti nokkra undrun því þótt verðið á hráolíufatinu hafi verið býsna hátt að undanförnu þá dregst spurnin eftir olíu jafnan saman með vorinu og því hefði verðið sjálfkrafa lækkað. En olíumálaráðherrarnir stóðu fast á sínu. "Okkur er annt um neytendur, sérstaklega í þróunarlöndunum og við viljum ekki skaða þá," sagði Ali Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, í lok fundarins. Öruggt er að arabíski olíumálaráðherrann talaði þarna gegn sinni betri vitund því hann veit sem er að of hátt eldsneytisverð mun koma þeim í koll.Tekjurnar hafa margfaldast Samtök olíuframleiðsluríkja eru öflugur félagsskapur ellefu þjóða sem saman ráða yfir 2/3 af þekktum olíubirgðum heimsins. 40 prósent allrar hráolíu í heiminum er dælt upp í OPEC-löndunum og helmingur allrar olíuverslunar á heimsmarkaðnum er með OPEC-olíu. Samtökin voru stofnuð árið 1965 og hafa frá upphafi haft aðsetur sitt í Vín í Austurríki. Það var hins vegar árið 1973 sem aðildarríkin svo og heimsbyggðin öll áttaði sig á hvers þau væru megnug. Þá ákváðu OPEC-ríkin að hætta að selja þeim löndum olíu sem studdu Ísrael í Yom Kippur-stríðinu sem háð var sama ár. Afleiðingin var sú að heimsmarkaðsverð á olíu fjórfaldaðist og efnahagskreppa brast á á Vesturlöndum. Með því að stilla saman strengi sína og takmarka framleiðslu hafa OPEC-ríkin náð að hámarka hagnað sinn í gegnum tíðina. Árið 2004 námu tekjur þeirra af olíusölu 20.280 milljörðum króna, samanborið við 1972 þegar ríkin fengu rúma 1.300 milljarða króna í sinn hlut.Siglt milli skers og báru Lykillinn að velgengni OPEC er hvernig aðildarríkin hafa náð að sigla milli skers og báru þegar kemur að því að ákveða framleiðslukvóta. Eins og gefur að skilja vilja þau ekki að framleiðslan sé of mikil því þá minnkar eftirspurnin og þar með verðið. OPEC-ríkin vilja heldur ekki að olíuverð rísi upp úr öllu valdi því þá minnkar eftirspurnin, hvati myndast til að finna upp sparneytnari tæki og nýja orkugjafa á borð við vetni. Auk þess hafa flest olíuframleiðsluríkjanna fjárfest mikið á Vesturlöndunum og því tapa þau fé þegar skóinn kreppir að í iðnríkjum heimsins. Kúvæt er til dæmis í þeirri stöðu að stærri hluti tekna landsins er vegna fjárfestinga erlendis en olíuframleiðslu. Því er það svo að þegar fatið af hráolíu kostar á bilinu 20-30 dali þá eru olíufurstarnir í OPEC ánægðir. Alltaf freistast þó einhver ríki til að dæla upp meira en sem nemur kvótunum til að græða meira. Þá koma Sádi-Arabar til bjargar og draga úr sinni framleiðslu en engin þjóð framleiðir meiri hráolíu en þeir. Þessi sveiflujafnandi staða Sádi-Araba er mjög mikilvæg því þeir eru eina OPEC-ríkið sem getur aukið eða dregið úr sinni framleiðslu að verulegu marki. Þannig geta þeir stýrt framboði og þar með verði. Olíuframleiðsluríki utan OPEC fullnýta hins vegar sínar olíulindir og því geta þau ekki tekið þátt í leiknum.Endimörk vaxtarins? Olíunotkun heimsins hefur vaxið mikið á síðustu árum, ekki síst vegna hagvaxtarskeiðsins í Kína sem hefur staðið yfir í rúm fimmtán ár. Bandaríkjamenn eru enn mestu olíusvelgir heims en í dag kaupa Kínverjar um þriðjung allrar hráolíuframleiðslu í heiminum. Útlit er fyrir að svipuð þróun sé handan við hornið í Indlandi líka. Nú er svo komið að ónýtt framleiðslugeta OPEC-ríkjanna er aðeins 1-1,5 milljónir fata á dag. Þýðir þetta að sá tími sé í nánd að eftirspurnin fari langt fram úr framleiðslunni og ekki verði lengur hægt að jafna sveiflurnar? Ekki endilega. Margir óttast að olíukreppa af óþekktri stærðargráðu sé yfirvofandi í heiminum þar sem olíulindir séu að verða uppurnar. Þeir sem eru haldnir slíkum áhyggjum gleyma hins vegar að taka tækniþróunina með í reikninginn. Í dag búa menn yfir tækjum sem ekki voru fáanleg fyrir fáeinum árum, til dæmis fullkomnar jarðsjár og öflug tölvulíkön, og því eru áætlaðar olíubirgðir heimsins meiri í dag en þær voru fyrir þrjátíu árum síðan. Framþróun tækni sem gerir olíuvinnslu úr tjörumettuðum sandlögum mögulega lofar einnig góðu. OPEC-ríkin geta þannig haldið áfram að telja silfrið sem kemur inn í sjóði þeirra enn um sinn. Sérfræðingar eru hins vegar á einu máli um að þau verði að auka framleiðslugetu sína verulega ætli þau að geta aukið og minnkað framleiðslu sína á víxl svo að heimsbyggðin haldi áfram að vera jafn háð gullinu svarta og þeir kjósa helst. Erlent Fréttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Olíuverð á Íslandi hefur verið með hæsta móti undanfarin ár og því hafa bifreiðaeigendur og aðrir eldsneytisneytendur kvartað sáran. Reiði neytenda magnaðist um allan helming þegar upp komst um ólöglegt verðsamráð íslensku olíufélaganna enda var samráðið bæði umfangsmikið og langvarandi og kostaði almenning stórfé að mati samkeppnisráðs. Í raun hefði þessi samvinna ekki átt að koma neinum á óvart því að olíuframleiðsla heimsins er byggð á grímulausu samráði stærstu olíuríkjanna og er markmiðið aðeins eitt, að græða sem mestan pening.Umhyggja fyrir neytendum? Í vikunni funduðu olíumálaráðherrar aðildarríkja Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, í Isfahan í Íran. Á fundi sínum ákváðu þau að auka framleiðslu sína um 500.000 föt á dag, upp í 27,5 milljónir fata á dag, með það fyrir augum að lækka olíuverð í heiminum. Ef nauðsyn krefur verður framleiðslan aukin um önnur 500.000 föt síðar á árinu. Ákvörðunin vakti nokkra undrun því þótt verðið á hráolíufatinu hafi verið býsna hátt að undanförnu þá dregst spurnin eftir olíu jafnan saman með vorinu og því hefði verðið sjálfkrafa lækkað. En olíumálaráðherrarnir stóðu fast á sínu. "Okkur er annt um neytendur, sérstaklega í þróunarlöndunum og við viljum ekki skaða þá," sagði Ali Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, í lok fundarins. Öruggt er að arabíski olíumálaráðherrann talaði þarna gegn sinni betri vitund því hann veit sem er að of hátt eldsneytisverð mun koma þeim í koll.Tekjurnar hafa margfaldast Samtök olíuframleiðsluríkja eru öflugur félagsskapur ellefu þjóða sem saman ráða yfir 2/3 af þekktum olíubirgðum heimsins. 40 prósent allrar hráolíu í heiminum er dælt upp í OPEC-löndunum og helmingur allrar olíuverslunar á heimsmarkaðnum er með OPEC-olíu. Samtökin voru stofnuð árið 1965 og hafa frá upphafi haft aðsetur sitt í Vín í Austurríki. Það var hins vegar árið 1973 sem aðildarríkin svo og heimsbyggðin öll áttaði sig á hvers þau væru megnug. Þá ákváðu OPEC-ríkin að hætta að selja þeim löndum olíu sem studdu Ísrael í Yom Kippur-stríðinu sem háð var sama ár. Afleiðingin var sú að heimsmarkaðsverð á olíu fjórfaldaðist og efnahagskreppa brast á á Vesturlöndum. Með því að stilla saman strengi sína og takmarka framleiðslu hafa OPEC-ríkin náð að hámarka hagnað sinn í gegnum tíðina. Árið 2004 námu tekjur þeirra af olíusölu 20.280 milljörðum króna, samanborið við 1972 þegar ríkin fengu rúma 1.300 milljarða króna í sinn hlut.Siglt milli skers og báru Lykillinn að velgengni OPEC er hvernig aðildarríkin hafa náð að sigla milli skers og báru þegar kemur að því að ákveða framleiðslukvóta. Eins og gefur að skilja vilja þau ekki að framleiðslan sé of mikil því þá minnkar eftirspurnin og þar með verðið. OPEC-ríkin vilja heldur ekki að olíuverð rísi upp úr öllu valdi því þá minnkar eftirspurnin, hvati myndast til að finna upp sparneytnari tæki og nýja orkugjafa á borð við vetni. Auk þess hafa flest olíuframleiðsluríkjanna fjárfest mikið á Vesturlöndunum og því tapa þau fé þegar skóinn kreppir að í iðnríkjum heimsins. Kúvæt er til dæmis í þeirri stöðu að stærri hluti tekna landsins er vegna fjárfestinga erlendis en olíuframleiðslu. Því er það svo að þegar fatið af hráolíu kostar á bilinu 20-30 dali þá eru olíufurstarnir í OPEC ánægðir. Alltaf freistast þó einhver ríki til að dæla upp meira en sem nemur kvótunum til að græða meira. Þá koma Sádi-Arabar til bjargar og draga úr sinni framleiðslu en engin þjóð framleiðir meiri hráolíu en þeir. Þessi sveiflujafnandi staða Sádi-Araba er mjög mikilvæg því þeir eru eina OPEC-ríkið sem getur aukið eða dregið úr sinni framleiðslu að verulegu marki. Þannig geta þeir stýrt framboði og þar með verði. Olíuframleiðsluríki utan OPEC fullnýta hins vegar sínar olíulindir og því geta þau ekki tekið þátt í leiknum.Endimörk vaxtarins? Olíunotkun heimsins hefur vaxið mikið á síðustu árum, ekki síst vegna hagvaxtarskeiðsins í Kína sem hefur staðið yfir í rúm fimmtán ár. Bandaríkjamenn eru enn mestu olíusvelgir heims en í dag kaupa Kínverjar um þriðjung allrar hráolíuframleiðslu í heiminum. Útlit er fyrir að svipuð þróun sé handan við hornið í Indlandi líka. Nú er svo komið að ónýtt framleiðslugeta OPEC-ríkjanna er aðeins 1-1,5 milljónir fata á dag. Þýðir þetta að sá tími sé í nánd að eftirspurnin fari langt fram úr framleiðslunni og ekki verði lengur hægt að jafna sveiflurnar? Ekki endilega. Margir óttast að olíukreppa af óþekktri stærðargráðu sé yfirvofandi í heiminum þar sem olíulindir séu að verða uppurnar. Þeir sem eru haldnir slíkum áhyggjum gleyma hins vegar að taka tækniþróunina með í reikninginn. Í dag búa menn yfir tækjum sem ekki voru fáanleg fyrir fáeinum árum, til dæmis fullkomnar jarðsjár og öflug tölvulíkön, og því eru áætlaðar olíubirgðir heimsins meiri í dag en þær voru fyrir þrjátíu árum síðan. Framþróun tækni sem gerir olíuvinnslu úr tjörumettuðum sandlögum mögulega lofar einnig góðu. OPEC-ríkin geta þannig haldið áfram að telja silfrið sem kemur inn í sjóði þeirra enn um sinn. Sérfræðingar eru hins vegar á einu máli um að þau verði að auka framleiðslugetu sína verulega ætli þau að geta aukið og minnkað framleiðslu sína á víxl svo að heimsbyggðin haldi áfram að vera jafn háð gullinu svarta og þeir kjósa helst.
Erlent Fréttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira