Erlent

Réðust gegn föngum eftir umsátur

Lögreglumenn á Filippseyjum skutu í morgun að minnsta kosti 17 fanga til bana í fangelsi nærri Manilla. Snemma í gær rændu fangarnir byssum af fangavörðum, skutu þrjá þeirra til bana og gerðu síðan tilraun til að flýja, en því lauk með því að þeir hertóku eina hæð fangelsisins. Eftir nærri sólarhrings umsátur ákvað lögregla að láta til skarar skríða í morgun. Föngunum voru gefnar fimmtán mínútur til þess að leggja niður vopn sín en þegar þeir hlýddu því ekki réðust 300 lögreglumenn inn í fangelsið. Eftir mikla skotbardaga í nærri klukkutíma tókst lögreglu loks að yfirbuga fangana. Þá höfðu 17 þeirra fallið í valinn og fimm lögreglumenn særst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×