Fischer enn haldið í einangrun 4. mars 2005 00:01 Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira