Innlent

Ólíklegt að Fischer verði sleppt

Sæmundur Pálsson segir að mikil óvissa sé enn vegna mála Bobbys Fischers og ekkert bendi til þess að hann verði leystur úr haldi í Japan á næstunni. Sæmundur og aðrir úr stuðningsmannahópi Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefði verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands og að vonast væri til þess að hann yrði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og mættu meðal annars blaðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Japan. Stuðningsmenn Fischers gerðu einnig grein fyrir útlendingavegabréfi sem Útlendingastofnun hefur gefið út fyrir hann.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×