Innlent

VG á móti sölu Landsvirkjunar

MYND/Vísir
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. Vinstri - grænir hóta að beita neitunarvaldi, og jafnvel enn áhrifaríkari aðgerðum, ef sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun á að verða til þess að greiða fyrir einkavæðingu Landsvirkjunar. Með hliðsjón af því að Vinstri - grænir hafa sagt og sýnt að þeir hviki ekki frá grundvallarprinsippum sínum verður ekki annað séð en að þeir muni að óbreyttu beita neitunarvaldi gegn sölunni, eða slíta R-listasamstarfinu ef ekki vill betur. Í tilkynningunni segir annars orðrétt: Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík leggur áherslu á að eitt af meginstefnumálum flokksins er að grunnþjónusta samfélagsins sé rekin á félagslegum forsendum og sé í almanna eigu.Nú þegar iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að til standi að setja Landsvirkjun á markað er ljóst að VG í Reykjavík hlýtur að leggjast eindregið gegn fyrirhugaðri sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun.Það þjónar hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hefur lagt upp.Af þessum sökum áskilur VG í Reykjavík sér allan rétt til að leggjast gegn þessum áformum. Klukkan 13.30 hefst utandagskrárumræða á Alþingi um Landsvirkjun að beiðni Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×