Innlent

170 milljónir fram úr áætlun

R-listinn hefur engar haldbærar skýringar á því af hverju kostnaður við landnámsskálann við Aðalstræti hefur farið að minnsta kosti 170 milljónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Þetta segir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg.  Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, segir kostnað við landnámsskálann við Aðalstræti vera orðinn 620 milljónir króna. Í bréfi borgarstjóra þann 3. júlí árið 2003 til menntamálaráðherra hafi komið fram að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins hafi verið 357 milljónir. Í sama bréfi hafi þó talan 446 milljónir króna komið út sem samtala allra liða. Kostnaður hafi því farið frá 170 til 263 milljónum fram úr áætlun. Sjálfstæðismenn báðu á sínum tíma innri endurskoðanda um að fara yfir málið og í framhaldi af niðurstöðu hans kom þessi umræða upp að sögn Vilhjálms. Þetta sé hins vegar orðinn hlutur og ekki verði aftur snúið úr þessu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×