Innlent

Einelti gagnvart einkaskólum

Leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur sakar R-listann um leggja einkaskóla í einelti og vill að Landakotsskóli haldi sjálfstæði sínu. Landakotsskóli er einkaskóli í eigu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi en rekinn sem sjálfstæð stofnun. Brátt gæti orðið breyting þar á. Fram kom á borgarstjórnarfundi í fyrradag að viðræður væru í gangi milli Reykjavíkurborgar og Landakotsskóla um að skólinn yrði hluti af almenna skólakerfinu.  Vilhjálmu Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir R-listann hafa unnið gegn tilvist sjálfstæðra grunnskóla í Reykjavík. D-listinn vill hins vegar að valfrelsi ríki, til hliðar við hina almennu grunnskóla sem borgin rekur. Hann segir sjálfstæðismenn ekki á móti viðræðum við Landakotsskóla um að útvíkka starfemi hans. Vihjálmur segir að fjárhagsstuðningur borgarinnar við einkaskólana hafi dregist saman á undanförnum árum. Tilvist þeirra sé nú ógnað og engu sé líkara sé en R-listinn vilji útrýma þeim og leggi þá því í einelti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×