Írak leikur á reiðiskjálfi 29. janúar 2005 00:01 Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Írak leikur á reiðiskjálfi í aðdraganda frjálsra þingkosninga þar á morgun. Árásir dynja yfir og trúarleiðtogar æsa stuðningsmenn sína upp, ýmist í von um að þeir kjósi eða sniðgangi kosningarnar. Uppreisnar- og hryðjuverkamenn hóta árásum á hvern þann sem sést nærri kjörstað á morgun og hafa undanfarið reynt sitt ítrasta til að eyðileggja kosningarnar. Átta fórust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Bagdad-borgar í morgun. Sjálfsvígsmaðurinn sprengdi sig í loft upp utan við herstöð Bandaríkja- og Íraksherja. Fimm þeirra sem fórust voru óbreyttir borgarar. Þrír hermenn fórust í flugskeytaárás uppreisnarmanna á herstöð í bænum Duluiya og lík þriggja írakskra verktaka fundust í bænum Balad, norður af Bagdad. Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hefur heitið því að ráðast á kjósendur og kjörstaði og síðast í gær birtist yfirlýsing frá honum á vefsíðu þar sem hann sagði kjörstaði miðstöðvar trúarvillu og siðleysis sem Írökum væri hollast að halda sig fjarri. Öryggissveitir koma nú fyrir vegtálmum í borgum og bæjum og flugvellinum við Bagdad hefur verið lokað. Útgöngubann er einnig í gildi yfir nóttina í helstu borgum vegna kosninganna á morgun. En árásir uppreisnarmanna eru ekki eina áhyggjuefnið: íröksk yfirvöld sem og Bandaríkjamenn og Bretar hafa af því töluverðar áhyggjur að kosningaþátttaka verði lítil. Að líkindum verður þá hræðsluáróðri kennt um en áhrif trúarleiðtoga skipta einnig miklu. Margir helstu leiðtogar súnníta vilja að fylgismenn sínir sniðgangi kosningarnar og samkvæmt könnun Zogbys ætla 76 prósent súnníta ekki að kjósa. Meðal sjíta er þessu öfugt farið en þrátt fyrir fyrirmæli Ayatolla Ali al-Sistani um þátttöku virðist sem sumir áhrifamiklir sjítaklerkar séu síður en svo spenntir fyrir kosningunum. Nasir al-Saedy, einn af þekktustu klerkunum í Bagdad, nefnir til að mynda aldrei kosningarnar í predikunum sínum heldur hunsar umræðuna um þær. Hann er einn fylgismanna harðlínuklerksins al-Sadrs. Fjöldi Íraka hefur efasemdir um framgang kosninganna og það er áhyggjuefni fyrir skipuleggjendur þeirra. Takist hryðjuverkamönnum að gera árásir á kjörstaði og valda mannfalli er það áfall. En verði kosningaþátttakan lítil, og séu teikn á lofti um að Írakar hafi ekki áhuga eða hreinlega sniðgangi kosningarnar, er það á margan hátt mun stærra áfall. Það mætti túlka sem teikn um að Írökum sé sama um lýðræði eða að þeir hafi ekki trú á því ferli sem í gangi er í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira