Innlent

F-listinn vill frítt í strætó

F-listinn vill að strætisvagnafargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja verði felld niður. F-listinn lagði fram tillögu þessa efnis í borgarráði í gær en henni var vísað frá af borgarráðsfulltrúum R-listans. Vísaði meirihlutinn til álits stjórnar Strætó bs. um að niðurfelling fjargjalda leiddi ekki til aukinnar nýtingar almenningssamgangna. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segist ósammála þessari fullyrðingu. Afgreiðsla málsins í borgarráði sé mikil vonbrigði og lýsi uppgjöf R-listans gagnvart því mikilvæga samfélags- og umhverfismáli sem felist í betri nýtingu almenningssamgangna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×