Innlent

Strætófargjöld ekki felld niður

R-listinn vísaði frá tillögu F-listans um niðurfellingu fargjalda barna, unglinga, aldraðra og öryrkja í strætó á fundi borgarráðs í dag. Meirihlutinn vísaði í því sambandi til álits stjórnar Strætós um að niðurfelling fargjalda leiddi ekki til aukinnar nýtingar almenningssamgangna en borgarstjórn hafði áður vísað málinu til borgarráðs. Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-listans, segist ósammála áliti stjórnar Strætós og bendir á að tillögur listans um niðurfellingu fargjalda hafi fengið góðar undirtektir. Afgreiðsla málsins í borgarráði séu því mikil vonbrigði og lýsi uppgjöf R-listans gagnvart því mikilvæga samfélags- og umhverfismáli sem felist í betri nýtingu almenningssamgangna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×