Innlent

Slæm jólagjöf R-listans

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja R-listann hafa gefið Reykvíkingum afar slæma jólagjöf sem ekki sé hægt að skila. Í auglýsingu sem mun birtast í Morgunblaðinu á morgun útlista sjálfstæðismenn hvað felist í þeim skatta- og gjaldahækkunum sem R-listinn staðfesti skömmu fyrir jól í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Í auglýsingunni kemur meðal annars fram að hjón með sex milljónir króna í árstekjur, sem búa í íbúð þar sem fasteignamat er fimmtán milljónir króna, greiða tæplega tuttugu og sex þúsundum krónum meira í ár en árið 2004. Hjón með helmingi lægri árstekjur, þar sem annar aðilinn er í námi og með eitt barn á leikskóla, greiða sextíu og níu þúsund krónum meira í ár en á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×