Helmingi fleiri nefna Ingibjörgu 2. febrúar 2005 00:01 Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira