Alþingi hvatt til að taka í tauma 1. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira