Alþingi hvatt til að taka í tauma 1. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira