Fréttamenn RÚV gapandi hlessa 8. mars 2005 00:01 Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Útvarpsráð vill að Auðun Georg Ólafsson verði ráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Hann hefur minnsta reynslu sem fréttamaður af þeim tíu sem sóttu um stöðuna og var ekki einn þeirra fimm sem forstöðumaður fréttasviðs mælti með í stöðuna. Fréttamönnum á fréttastofu RÚV er brugðið og segjast - orðrétt - vera gapandi hlessa. Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í morgun með fjórum atkvæðum að mæla með því Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn næsti fréttastjóri Útvarpsins. Atkvæðin komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Auðun Georg er 34 ára gamall. Hann vann sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni um nokkurt skeið á síðasta áratug en hefur unnið að markaðs- og sölumálum á síðustu árum, síðast hjá Marel. Hann vill ekki tjá sig um afgreiðslu útvarpsráðs að svo stöddu. Stjórn Félags fréttamanna sendi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, bréf þegar að loknum fundi útvarpsráðs. Þar hvatti hún Markús til að láta fagleg sjónarmið ráða við val á nýjum fréttastjóra. Hún benti á að forstöðumaður fréttasviðs, Bogi Ágústsson, hefði mælt með fimm umsækjendanna en að útvarpsráð hefði virt þau meðmæli að vettugi. Markús Örn yfirgaf útvarpshúsið á fimmta tímanum í dag án þess að ráða í stöðuna. Bogi Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið í dag en þeir fimm umsækjendur sem hann mælti með eru Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri fréttastofunnar, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, og Óðinn Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir og Arnar Páll Hauksson, fréttamenn fréttastofunnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að hann teldi Auðun Georg hæfari til starfans en þessa fimm. Það er ljóst að mikil pressa er á Markúsi Erni þar sem afstaða útvarpsráðs er í mikilli andstöðu við allan þorra fréttamanna Ríkisútvarps og -sjónvarps. Einn viðmælanda fréttastofu sagði að mönnum væri brugðið, annar að þeir væru gapandi hlessa og að vinnubrögð ráðsins virkuðu ankannalega á fólk. Einn fréttamanna sagði þessa ákvörðun lýsa fyrirlitningu á stétt fréttamanna. Umsækjendur hefðu samtals um 100 ára reynslu í fréttamennsku á bakinu en útvarpsráð kysi fremur að fara út í bæ og ná í mann sem yfirmaður fréttasviðs mælti ekki einu sinni með. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem fréttastofa ræddi við í dag útilokuðu ekki aðgerðir í framhaldinu en töldu rétt að bíða ákvörðunar útvarpsstjórans.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira