Segir Hermann Jónasson föður sinn 26. maí 2005 00:01 Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag. Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag.
Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira