Innlent

Fischer kemur til landsins í kvöld

Bobby Fisher er á leiðinni til Íslands og er búist við honum til landsins í kvöld. Skákmeistarinn var látinn laus úr prísundinni í Japan í nótt og er nú á leið til Kaupmannahafnar ásamt unnustu sinni, Miyoko Watai, þangað sem hann væntanlegur klukkan fjögur síðdegis. Fischer ræddi við fréttamenn á flugvellinum í Tókýó og sagði níu mánaða varðhaldsvistina í Japan hafa verið mannrán sem Bush Bandaríkjaforseti og Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefðu skipulagt. Þeir væru glæpamenn og þá ætti að hengja. Búist er við að stuðningsmannahópur Fishers taki á móti honum og unnustu hans á flugvellinum í Kaupmannahöfn og fylgi til Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×