Enn lýst vantrausti á Markús 31. mars 2005 00:01 Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þetta er þriðja vantrauststillagan sem samþykkt er á útvarpsstjóra vegna málsins, en að hinum tveimur fyrri stóðu fréttamenn Ríkisútvarpsins. Í samþykkt þeirri sem starfsmenn RÚV sendu frá sér eftir fundinn í gær segir að þeir harmi að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðuns Georgs. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hljóti að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi. Við ráðningu Auðuns Georgs hafi útvarpsráð og útvarpsstjóri vikið til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök hafi verið tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. "Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb," segir í samþykktinni. "Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af." Fundurinn lýsti fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki tjá sig um viðbrögð við ályktuninni þegar eftir því var leitað í gær. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þetta er þriðja vantrauststillagan sem samþykkt er á útvarpsstjóra vegna málsins, en að hinum tveimur fyrri stóðu fréttamenn Ríkisútvarpsins. Í samþykkt þeirri sem starfsmenn RÚV sendu frá sér eftir fundinn í gær segir að þeir harmi að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðuns Georgs. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hljóti að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi. Við ráðningu Auðuns Georgs hafi útvarpsráð og útvarpsstjóri vikið til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök hafi verið tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. "Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb," segir í samþykktinni. "Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af." Fundurinn lýsti fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki tjá sig um viðbrögð við ályktuninni þegar eftir því var leitað í gær.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira