Stefnt á samninga í dag 16. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira