Innlent

Stjórnvöld sofandi?

Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar leiddu í ljós að fordómar í samfélaginu gagnvart útlendingum væru að aukast og sláandi munur er á þessari könnun og könnun sem gerð var fimm árum. Bryndís Hlöðversdóttir vildi vita, hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og hvað félagsmálaráðherra ætlaði að aðhafast í framhaldi af þessari könnun. Hún sagði löggjöf um útlendinga til þess fallna að einangra þá og ala á fordómum. Einnig skorti á fræðslu til útlendinga og til íslendinga um önnur menningarsamfélög. Hún sagðist telja mjög mikilvægt að gerð yrði rannsókn á útlendingum hér á landi og viðhorfum Íslendinga til þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, sagði að íslensk löggjöf væri um margt fjandsamleg útlendingum. Til að mynda ákvæði um vistarbönd útlendinga, þar sem atvinnurekendur færu með atvinnuleyfi starfsmanna og löggjöf í málefnum útlendra kvenna sem færu frá eiginmönnum sínum. hún sagði íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við vísbendingum frá fjölmörgum einstaklingum og félagasamtökum sem ynnu í málefnum útlendinga. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði niðurstöður könnunarinnar sláandi og full þörf væri á því að rannsaka hag innflytjenda almennt. Hann lýsti sagði að niðurstaða Gallup könnunarinnar hefði komið á óvart, Sérlega afstaða til innflytjenda sem koma hingað til starfa en atvinnuþátttaka innflytjenda væri hér mun meiri en í nágrannalöndunum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar nefndi það að Íslendingar erlendis væru ef til vill ekki mikið skárri, enda væru dæmi um Íslendinga í Danmörku, sem ekki töluðu dönsku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×