Stjórnvöld sofandi? 16. nóvember 2004 00:01 Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar leiddu í ljós að fordómar í samfélaginu gagnvart útlendingum væru að aukast og sláandi munur er á þessari könnun og könnun sem gerð var fimm árum. Bryndís Hlöðversdóttir vildi vita, hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og hvað félagsmálaráðherra ætlaði að aðhafast í framhaldi af þessari könnun. Hún sagði löggjöf um útlendinga til þess fallna að einangra þá og ala á fordómum. Einnig skorti á fræðslu til útlendinga og til íslendinga um önnur menningarsamfélög. Hún sagðist telja mjög mikilvægt að gerð yrði rannsókn á útlendingum hér á landi og viðhorfum Íslendinga til þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, sagði að íslensk löggjöf væri um margt fjandsamleg útlendingum. Til að mynda ákvæði um vistarbönd útlendinga, þar sem atvinnurekendur færu með atvinnuleyfi starfsmanna og löggjöf í málefnum útlendra kvenna sem færu frá eiginmönnum sínum. hún sagði íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við vísbendingum frá fjölmörgum einstaklingum og félagasamtökum sem ynnu í málefnum útlendinga. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði niðurstöður könnunarinnar sláandi og full þörf væri á því að rannsaka hag innflytjenda almennt. Hann lýsti sagði að niðurstaða Gallup könnunarinnar hefði komið á óvart, Sérlega afstaða til innflytjenda sem koma hingað til starfa en atvinnuþátttaka innflytjenda væri hér mun meiri en í nágrannalöndunum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar nefndi það að Íslendingar erlendis væru ef til vill ekki mikið skárri, enda væru dæmi um Íslendinga í Danmörku, sem ekki töluðu dönsku. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar leiddu í ljós að fordómar í samfélaginu gagnvart útlendingum væru að aukast og sláandi munur er á þessari könnun og könnun sem gerð var fimm árum. Bryndís Hlöðversdóttir vildi vita, hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og hvað félagsmálaráðherra ætlaði að aðhafast í framhaldi af þessari könnun. Hún sagði löggjöf um útlendinga til þess fallna að einangra þá og ala á fordómum. Einnig skorti á fræðslu til útlendinga og til íslendinga um önnur menningarsamfélög. Hún sagðist telja mjög mikilvægt að gerð yrði rannsókn á útlendingum hér á landi og viðhorfum Íslendinga til þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, sagði að íslensk löggjöf væri um margt fjandsamleg útlendingum. Til að mynda ákvæði um vistarbönd útlendinga, þar sem atvinnurekendur færu með atvinnuleyfi starfsmanna og löggjöf í málefnum útlendra kvenna sem færu frá eiginmönnum sínum. hún sagði íslensk stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við vísbendingum frá fjölmörgum einstaklingum og félagasamtökum sem ynnu í málefnum útlendinga. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði niðurstöður könnunarinnar sláandi og full þörf væri á því að rannsaka hag innflytjenda almennt. Hann lýsti sagði að niðurstaða Gallup könnunarinnar hefði komið á óvart, Sérlega afstaða til innflytjenda sem koma hingað til starfa en atvinnuþátttaka innflytjenda væri hér mun meiri en í nágrannalöndunum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar nefndi það að Íslendingar erlendis væru ef til vill ekki mikið skárri, enda væru dæmi um Íslendinga í Danmörku, sem ekki töluðu dönsku.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira