Hver er John Kerry? 26. júlí 2004 00:01 Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira