Hver er John Kerry? 26. júlí 2004 00:01 Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira