Innlent

Rekstarafgangurinn lækkar

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×