Innlent

Nýr skóli í Norðlingaholti

Nýr 350 nemenda grunnskóli í Norðlingaholti verður tekinn í notkun næsta haust. Skólinn mun fyrst um sinn vera með kennslu í færanlegu húsnæði. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ekki ákveðið hvenær framkvæmdir við sjálfa skólabygginguna hefjist. Í tengslum við uppbyggingu skólans hyggst fræðsluráð leita eftir umsóknum frá hópi skólafólks eða einstaklingum sem eru tilbúnir að fara nýjar leiðir í skólastarfi. Stefán Jón segir að þetta sé nýmæli. Verið sé að leita eftir stjórnendum og kennurum sem séu með hugmyndir um nýbreytni í skólastarfinu og fastmótaða framtíðarsýn. Lögð verði áhersla á einstaklingsmiðað nám og náið samstarf við foreldrasamfélagið. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 929 íbúðum í Norðlingaholti. 291 íbúð verður í sérbýli en 638 í fjölbýli. Að jafnaði eru 0,3 til 0,4 börn á skólaaldri í hverri íbúð. Því er gert ráð fyrir að um 350 nemendur verði í skólanum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×