Innlent

R-listinn svíkur kosningaloforð

Jólagjöf R-listans til borgarbúa er skatta- og gjaldahækkun, þvert ofan í loforð, sem kosta mun fjölskyldufólk tugi þúsunda á næsta ári. Þetta segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vilhjálmur gefur lítið fyrir yfirlýsingar um auknu þjónustu og lækkaðar skuldir. Þetta hafi R- listinn sagt ár eftir ár en staðreyndirnar sýndu annað. Fjárhagsáætlanir R-listans hafi sjaldan staðist undanfarin ár, skuldirnar hækkuðu og nú væri búið að hækka álögur á borgarbúa til að mæta þeim.  Vilhjálmur segir að hvort sem litið sé til Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í eigu borgarinnar, eða borgarsjóðs eingöngu, þá sýndu tölur að skuldir hefðu aukist. Hann gagnrýnir hækkaða útsvarsprósentu og bendir á að Reykjavíkurlistinn sagðist ekki ætla að hækka skatta fyrir síðustu kosningar. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, gagnrýnir orð borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2 í gær og segist hljóta að telja þau tilraun til að slá ryki í augu kjósenda og breiða yfir verulega skatta- og gjaldskrárhækkanir R-listans í Reykjavík. Þá sagði borgarstjóri að á Seltjarnarnesi hefðu þjónustugjöld hækkað sem bitnaði frekar á fjölskyldufólki en útsvarsprósentu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×