Telur gerðardóm betri leið 21. nóvember 2004 00:01 Sigurður Haukur Gíslason, grunnskólakennari í Snælandsskóla í Kópavogi, segir ólíklegt að kennarar geti sætt sig við nýundirritaðan kjarasamning forystu þeirra og launanefndar sveitarfélaganna. Þrjú prósent skilji samninginn og fellda miðlunartillögu ríkissáttasemjara að. Niðurstaða gerðardóms gæti ekki orðið verri. Gunnlaugur Ástgeirsson, fyrrum stjórnarmaður Félags framhaldsskólakennara og verkfallsstjórnar þeirra í verkföllum 1995 og 2000 til 2001, segir söguna og reynsluna sýna að niðurstaða gerðardóms gæti orðið mun verri en nýgerður samningur. "Færi deilan fyrir kjaradóm væri það frá mínu sjónarmiði um það bil það langversta sem gæti komið fyrir. Þó að með almennum hætti sé gert ráð fyrir að dómurinn eigi að vera sanngjarn þá hefur hann aldrei verið það gagnvart þessum hópum," segir Gunnlaugur. Sigurður segir lítið hafa verið skoðað hvað fari í vasa kennara. Umræðan snúist nær eingöngu um kostnaðarauka sveitarfélaganna. Engin rauð strik séu í samningnum og verði verðbólgan fjögur til fimm prósent hafi kennarar enga leið út. "Ef einhver ætlar að tryggja að verðbólgan fari ekki upp fyrir þrjú prósent skal ég viðurkenna að samningurinn er kjarabót fyrir kennara," segir Sigurður, sem gagnrýnir að yfirvinna sé talin launahækkun. Samningsstaða kennara við næstu viðræður verði slæm samþykki þeir samninginn. Gunnlaugur segir verðbólgustigið ekki breytast þótt kennarar felli þennan samning. Ef stjórnvöld hleypi verðbólgunni upp séu forsendur breyttar: "Verði samningurinn samþykktur gera menn það á þeim grundvelli að það sé skárra en að fara fyrir gerðardóm. Það segir ekkert um ánægju með samninginn eða að menn telji að þeir séu að fá laun eins og þeim beri." Gunnlaugur segir ástæðu þess að sveitarfélögin hafi ekki samið einfalda: "Þau hafa vitað að þau yrðu skorin niður úr þessari snöru." Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Sigurður Haukur Gíslason, grunnskólakennari í Snælandsskóla í Kópavogi, segir ólíklegt að kennarar geti sætt sig við nýundirritaðan kjarasamning forystu þeirra og launanefndar sveitarfélaganna. Þrjú prósent skilji samninginn og fellda miðlunartillögu ríkissáttasemjara að. Niðurstaða gerðardóms gæti ekki orðið verri. Gunnlaugur Ástgeirsson, fyrrum stjórnarmaður Félags framhaldsskólakennara og verkfallsstjórnar þeirra í verkföllum 1995 og 2000 til 2001, segir söguna og reynsluna sýna að niðurstaða gerðardóms gæti orðið mun verri en nýgerður samningur. "Færi deilan fyrir kjaradóm væri það frá mínu sjónarmiði um það bil það langversta sem gæti komið fyrir. Þó að með almennum hætti sé gert ráð fyrir að dómurinn eigi að vera sanngjarn þá hefur hann aldrei verið það gagnvart þessum hópum," segir Gunnlaugur. Sigurður segir lítið hafa verið skoðað hvað fari í vasa kennara. Umræðan snúist nær eingöngu um kostnaðarauka sveitarfélaganna. Engin rauð strik séu í samningnum og verði verðbólgan fjögur til fimm prósent hafi kennarar enga leið út. "Ef einhver ætlar að tryggja að verðbólgan fari ekki upp fyrir þrjú prósent skal ég viðurkenna að samningurinn er kjarabót fyrir kennara," segir Sigurður, sem gagnrýnir að yfirvinna sé talin launahækkun. Samningsstaða kennara við næstu viðræður verði slæm samþykki þeir samninginn. Gunnlaugur segir verðbólgustigið ekki breytast þótt kennarar felli þennan samning. Ef stjórnvöld hleypi verðbólgunni upp séu forsendur breyttar: "Verði samningurinn samþykktur gera menn það á þeim grundvelli að það sé skárra en að fara fyrir gerðardóm. Það segir ekkert um ánægju með samninginn eða að menn telji að þeir séu að fá laun eins og þeim beri." Gunnlaugur segir ástæðu þess að sveitarfélögin hafi ekki samið einfalda: "Þau hafa vitað að þau yrðu skorin niður úr þessari snöru."
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira