Snjómokstur - á annan milljarð 17. nóvember 2004 00:01 Það kostar sitt að losna við snjóinn. Ætla má að samfélagið greiði samanlagt hátt í tvo milljarða króna í snjómokstur á árinu 2004 og er það meira en ráð var fyrir gert, í það minnsta stefnir í að Reykjavíkurborg verji yfir 30 milljónum króna meira til verksins en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. "Það er ljóst að við förum eitthvað fram úr því sem áætlað var," segir Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík. "Það kom erfiður kafli um áramótin sem eykur kostnaðinn en annars er þetta að mestu fastur kostnaður þar sem við erum með fastan mannskap í þessu sem gengur vaktir, sama hvernig viðrar." Sá góði hópur manna fylgist vitaskuld grannt með veðurspánni og er ávallt tiltækur þegar snjókoma er í aðsigi. Þegar betur viðrar og enginn er snjórinn reynir Sigurður að finna mannskapnum eitthvað annað að gera. Í áætlun Vegagerðar ríkisins fyrir árið var rúmum milljarði króna varið til svokallaðrar vetrarþjónustu, sem að langmestu er snjómokstur. Búist er við að sú áætlun standi. Það stendur upp á Vegagerðina að ryðja vegi landsins en sveitarfélögin sjá um mokstur innan bæjarmarka. Snjómoksturskostnaður Reykjavíkurborgar er miklu meiri en annarra sveitarfélaga og til samanburðar má nefna að í áætlunum Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir að snjómokstur og hálkueyðing kostaði samanlagt tæpa 21 milljón króna. Erfitt er að slá á kostnað einkaaðila við snjómokstur en ljóst er að hann er talsverður. Bílaplön verslana og fyrirtækja þurfa að vera hrein og fín svo viðskiptavinirnir sveigi ekki í burtu enda leiðinlegt að arka skaflana til að ná sér í mjólkurpott eða sokkabuxur á börnin. Viðmælendum Fréttablaðsins úr mokstursheimum sögðu ómögulegt að slá á meðalverð, kostnaðurinn færi algjörlega eftir plönum. Þau eru enda miserfið, sum lögð eyjum sem þarf að fara varlega í kringum en önnur rennislétt og þægileg. Svo spilar inn í hvort margir bílar standi á þeim meðan mokstur fer fram en slíkt kallar auðvitað á enn meiri varkárni. Að öllu sögðu má slá á að snjómokstur á árinu 2004 nemi samtals vel yfir einum milljarði króna og teygi sig líklega hátt í tvo milljarðana. Einhverjum kann að finnast blóðugt að horfa á eftir öllum þessum peningum í að moka burtu mjöll næturinnar en víst er að ekki er hægt að láta snjóinn bara bráðna, slíkt getur jú tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Það kostar sitt að losna við snjóinn. Ætla má að samfélagið greiði samanlagt hátt í tvo milljarða króna í snjómokstur á árinu 2004 og er það meira en ráð var fyrir gert, í það minnsta stefnir í að Reykjavíkurborg verji yfir 30 milljónum króna meira til verksins en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. "Það er ljóst að við förum eitthvað fram úr því sem áætlað var," segir Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík. "Það kom erfiður kafli um áramótin sem eykur kostnaðinn en annars er þetta að mestu fastur kostnaður þar sem við erum með fastan mannskap í þessu sem gengur vaktir, sama hvernig viðrar." Sá góði hópur manna fylgist vitaskuld grannt með veðurspánni og er ávallt tiltækur þegar snjókoma er í aðsigi. Þegar betur viðrar og enginn er snjórinn reynir Sigurður að finna mannskapnum eitthvað annað að gera. Í áætlun Vegagerðar ríkisins fyrir árið var rúmum milljarði króna varið til svokallaðrar vetrarþjónustu, sem að langmestu er snjómokstur. Búist er við að sú áætlun standi. Það stendur upp á Vegagerðina að ryðja vegi landsins en sveitarfélögin sjá um mokstur innan bæjarmarka. Snjómoksturskostnaður Reykjavíkurborgar er miklu meiri en annarra sveitarfélaga og til samanburðar má nefna að í áætlunum Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir að snjómokstur og hálkueyðing kostaði samanlagt tæpa 21 milljón króna. Erfitt er að slá á kostnað einkaaðila við snjómokstur en ljóst er að hann er talsverður. Bílaplön verslana og fyrirtækja þurfa að vera hrein og fín svo viðskiptavinirnir sveigi ekki í burtu enda leiðinlegt að arka skaflana til að ná sér í mjólkurpott eða sokkabuxur á börnin. Viðmælendum Fréttablaðsins úr mokstursheimum sögðu ómögulegt að slá á meðalverð, kostnaðurinn færi algjörlega eftir plönum. Þau eru enda miserfið, sum lögð eyjum sem þarf að fara varlega í kringum en önnur rennislétt og þægileg. Svo spilar inn í hvort margir bílar standi á þeim meðan mokstur fer fram en slíkt kallar auðvitað á enn meiri varkárni. Að öllu sögðu má slá á að snjómokstur á árinu 2004 nemi samtals vel yfir einum milljarði króna og teygi sig líklega hátt í tvo milljarðana. Einhverjum kann að finnast blóðugt að horfa á eftir öllum þessum peningum í að moka burtu mjöll næturinnar en víst er að ekki er hægt að láta snjóinn bara bráðna, slíkt getur jú tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira