Bush og Kerry nánast jafnir 9. október 2004 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum. Frambjóðendurnir skutu föstum skotum hvor að öðrum þar sem þeir mættust í Washington háskólanum í St. Louis í gærkvöldi. John Kerry sagði Bush reyna að blekkja bandarísku þjóðina hvað stríðið í Írak varðaði. Hann dró dómgreind Bush í efa og sagði að heimurinn væri ótryggari í dag vegna stríðsins en ella. Bush svaraði um hæl og sagði alla hafa talið að gjöreyðingarvopn væru að finna í Írak, og að hann væri ekki ánægður með að þau hefði ekki fundist. Saddam hefði hins vegar verið ógn sem gott hefði verið að bægja frá. Bush sagði Kerry sífellt slá í og úr um hvort að stríðið í Írak hefði verið réttmætt og Saddam ógn. Svar Kerrys var á þá leið að það hefði ekki verið tilgangurinn með viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna að bola Saddam frá völdum, heldur að tryggja að hann ætti engin gjöreyðingarvopn. Nýjasta skýrsla vopnaeftirlitsmanns Bandaríkjastjórnar sýndi svo að ekki yrði um villst að það hefði tekist. En á meðan reynt hefði verið að steypa Saddam af stóli og koma skikkan á gang mála í Írak hefðu Íran og Norður-Kórea haldið áfram að þróa kjarnorkuvopn. Af þeim stafaði meiri hætta en af Írak. Hefðu menn einfaldlega notað áfram diplómatískar aðferðir í Írak hefði það ekki gerst. Að auki hefði mátt þyrma lífum yfir þúsund bandarískra hermanna sem farist hafa í Írak, og spara skattgreiðendum 200 milljarða dollara í fjárútlát vegna stríðsrekstursins. Könnun CNN að loknum kappræðunum leiddi í ljós að Kerry og Bush komu nánast hnífjafnt út. Dagleg könnun Reuters og Zogbi, sem kom út nú á tólfta tímanum, bendir til þess að Kerry gangi örlítið betur en Bush á landsvísu - hafi um prósentustigs forskot. Fréttaskýrendur segja að Bush hafi liðið betur í þessum kappræðum en að Kerry hafi þó haft nokkuð forskot á hann. Bush hafi þurft að verja gjörðir sínar og ákvarðanir. Kerry hafi að sama skapi tekist að virðast afslappaður, en kappræðurnar voru settar upp sem borgarafundur og fyrirfram talið að Kerry ætti erfiðara með að spjara sig við slíkar kringumstæður en í púlti.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira