Erlent

Bush og Kerry með jafn mikið fylgi

George Bush og John Kerry hafa jafn mikið fylgi samkvæmt nýrri könnun CBS og New York Times sem birt var í morgun. Báðir njóta stuðnings fjörutíu og sjö prósenta aðspurðra. Viku fyrr var Kerry átta prósentum á eftir Bush. Samkvæmt könnun ABC og Washington Post hefur Bush þó enn fimm prósenta forskot á Kerry meðal þeirra sem líklegir teljast til að kjósa. Tvær aðrar kannanir sýna einnig mun á Bush og Kerry: Zogbi mælir einnar prósentu mun, sem er innan skekkjumarka, og Pew Center mældi fimm prósentu mun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×