Erlent

Hnífjafnt hjá Bush og Kerry

George W. Bush Bandaríkjaforseti og öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry njóta jafn mikils fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir sjónvarpsstöðina CNN og dagblaðið USA Today. Hvor um sig nýtur 49 prósenta fylgis meðal líklegra kjósenda. Bush hefur naumt forskot, 49 prósenta fylgi gegn 47 prósenta fylgi Kerrys meðal þeirra sem eru á kjörskrá. Gallup könnunin er önnur könnunin í röð sem sýnir að Kerry hafi tekist að vinna upp forskot á Bush, áður hafði könnun Newsweek sýnt að hann nyti meira fylgis en forsetinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×