Innlent

Rúmlega 5.000 búnir að kjósa

Alls voru 5336 manns búnir að skila inn utankjörstaðaratkvæði til sýslumannsins í Reykjavík í gær en kosningar um forseta Íslands fara fram á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands eru 213.553 kjósendur á kjörskrá um land allt. Yfirkjörstjórnir allra kjördæma auglýsa í dag og á morgun kjörstaði um landið. Reykjavíkurborg bíður kjósendum í sínum kjördæmum upp á rafræna kosningaskrá á vef sínum. Getur fólk farið inn á vefinn rvk.is og skráð kennitölu sína, nafn og heimilsfang á rafrænu kjörskrána og birtast þá upplýsingar um hvar það á að kjósa. Skoðanakannanir Fréttablaðsins gefa til kynna 85 prósent kosningaþáttöku. Samkvæmt könnunum myndi Ólafur Ragnar fái 70 prósent atkvæða, Baldur tæp tíu prósent, Ástþór rúmt prósent en um fimmtungur muni skila auðu. Fyrrverandi Alþingismaður telur að slík úrslit væru mjög góð og myndu staðfesta að lýðræðið virki og fólk noti kosningarétt sinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×