Innlent

Ólafur Ragnar með 70% fylgi

Ólafur Ragnar Grímsson hlýtur öruggt endurkjör sem forseti Íslands, ef niðurstöður forsetakosninga á laugardag verða í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem gerðu upp á milli frambjóðendanna þriggja ætluðu níu af hverjum tíu að kjósa Ólaf Ragnar, tæplega átta prósent sögðust myndu styðja Baldur Ágústsson og um tvö prósent Ástþór Magnússon. Fimmtungur aðspurðra ætlar hins vegar að skila auðu og rúm fimm prósent segjast ekki ætla að kjósa. Sé miðað við svör allra þátttakenda í könnunni nýtur Ólafur Ragnar stuðnings tveggja þriðju hluta þjóðarinnar. Forsetinn nýtur heldur meiri stuðnings á landsbyggðinni samkvæmt könnuninni og hlutfall þeirra sem ætla að skila auðu er mun hærra í þéttbýli en á landsbyggðinni. Ekki var marktækur munur á afstöðu milli kynja. Ef tekið er mið af afstöðu þeirra sem ætla að mæta á kjörstað næstkomandi laugardag mun Ólafur Ragnar Grímsson hljóta tæplega 72% greiddra atkvæða, Baldur Ágústsson rúmlega sex prósent og Ástþór Magnússon um eitt prósent, en auðir seðlar verða rúmlega 20% af greiddum atkvæðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×