Innlent

Ástþór mætir ekki í upptöku RÚV

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi telur sér ekki fært að mæta í sjónvarpsupptöku RÚV á þriðjudagsmorgun þar sem ástæða sé til að ætla að þátturinn verði ritskoðaður og síðan klipptur og skorinn eftir geðþótta starfsmanna RÚV. Ástþór segist þá miða við þá reynslu sem komin er af fjölmiðlun RÚV í yfirstandandi kosningabaráttu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu. Ástþór segir sér hins vegar ljúft að mæta í beina útsendingu á þriðjudagskvöld, á þeim tíma sem ætlunin er að senda þáttinn í loftið.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×