Ástþór óánægður með Ólaf Ragnar 19. júní 2004 00:01 Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“ Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag. Þeir voru þó ekki í viðtali allir í einu, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fóru inn hver á eftir öðrum. Ekki voru allir frambjóðendurnir sáttir við að hafa þann háttinn á. Ástþór Magnússon spurði Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, á göngum Ríkisútvarpshússins, hvenær hann ætli að hitta sig í kappræðum. Forsetinn sagði það verða í næstu viku, á tveimur fundum sem búið væri að samþykkja, og byrjaði að ganga í burtu frá Ástþóri sem spurði þá hvers vegna hann hlypi í burtu. Ólafur Ragnar sagðist ekki vera að því og innti Ástþór hann þá eftir því, hvers vegna hann hafi læðst bakdyramegin út af skrifstofu sinni á dögunum til að forðast að hitta sig. Forsetinn sagði það rangt og gekk á brott. Ástþór sagði þá við viðstadda að Ólafur Ragnar væri furðulegasti forseti sem hann hafi kynnst á ævinni. Baldur Ágústsson, þriðji forsetaframbjóðandinn, segir kosningabaráttu sína alls ekki vonlausa þrátt fyrir að sumar kannanir bendi til þess. Honum sé alls staðar tekið vel og kannanirnar, sem birst hafi, séu svo mismunandi og að fylgi hans mælist jafnvel 40% í sumum þeirra. Aðspurður hvort Baldur álíti ákvörðun núverandi forseta, að undirrita ekki fjölmiðlalögin, koma sér til góðs eða ills, segir hann ákvörðunina líklega ekki hafa nein áhrif hvað það varðar. Sjálfur segist hann ætla að undirrita lögin, verði hann kosinn. Ástþór Magnússon segir forsetakosningarnar með sovésku sniði og að fólk ætti að spyrja sig hvers vegna engir umræðuþættir séu á Stöð 2 fyrir kosningarnar. Hann segir ekkert óeðlilegt að niðurstöður kannana, þar sem fylgi hans mælist mjög lítið, séu „með sovésku sniði við svona aðstæður.“
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira